Efstaleiti Engin siðanefnd var starfandi þegar Samherji kærði.
Efstaleiti Engin siðanefnd var starfandi þegar Samherji kærði. — Morgunblaðið/Eggert
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur skipað nýja siðanefnd Ríkisútvarpsins (Rúv.). Siðanefnd hefur ekki verið skipuð í Efstaleiti síðan fyrri nefnd lét af störfum í fyrra, en það kom í ljós þegar Samherji kærði á dögunum ellefu starfsmenn Rúv. fyrir brot á siðareglum, sem lúta að þátttöku þeirra í þjóðmálaumræðu á félagsmiðlum.

Samkvæmt traustum heimildum Morgunblaðsins verður formaður nýju siðanefndarinnar Gunnar Þór Pétursson, lagaprófessor og deildarstjóri hjá ESA, en hann er skipaður af útvarpsstjóra án tilnefningar. Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins tilnefndu Sigrúnu Stefánsdóttur, fyrrverandi fréttamann hjá Rúv., en Siðfræðistofnun tilnefndi Pál Rafnar Þorsteinsson, sem er starfsmaður hennar. Hann er jafnframt fyrrverandi fréttamaður hjá Rúv. og var á sínum tíma aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir Viðreisn.

Óvíst er hvernig Samherji bregst við skipun...