Á þriðjudag greindust 13 ný kórónuveirusmit hér á landi og hafa ekki greinst fleiri smit síðan 6. ágúst. Einn eldri einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús á þriðjudag en hann er ekki á gjörgæslu. Alls eru nú fimm smit komin upp hjá starfsmönnum Háskóla Íslands og þar að auki eru tveir nemendur Háskólans í Reykjavík smitaðir. Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima alla starfsmenn og nemendur skólanna tveggja þeim að kostnaðarlausu og er sú vinna nú þegar hafin.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í gær að það muni ráðast á næstu dögum hvort farið verði í frekari losanir á samkomutakmörkunum. Smitrakning vegna smitanna á þriðjudag muni vera aðeins flóknari viðureignar í ljósi þess hve stór hluti þeirra var ekki í sóttkví og hversu lítil tengsl voru á milli einstaklinganna. Þórólfur segir það skipta höfuðmáli að hver og einn gæti að eigin sóttvörnum og að fólk sé ekki að fara á mannamót með...