Líklega er enginn eiginleiki jafnmikilvægur stjórnendum og sá að geta tekið ákvarðanir. Sérstaklega stórar ákvarðanir. Þessi kostur prýðir því miður sjaldan stjórnmálamenn, sem vilja frekar láta málin fljóta áfram en að taka á þeim.

Jón Magnússon var fyrsti forsætisráðherra Íslands. Hann þótti sviplítill forystumaður, svo litlaus að sagt var að enginn vissi alveg hvar Jón Magnússon stæði í pólitík. Ekkert fannst honum verra en að styggja einhvern með því að taka „ranga“ afstöðu. Einhverntíma gerðu tveir félagar hans sér leik að því þrátta um það hvort viðbitið á borðinu væri smjör eða smjörlíki og spurðu hann álits. Jón smakkaði smá klípu og sagði svo: „Ætli það sé ekki blanda?“

Í nýlegum pistli rifjaði ég upp að Sundabraut hefur verið til umræðu í marga áratugi. Hún er enn á byrjunarreit. Pólitíkusar gömlu íhaldsflokkanna hafa líka ýtt á undan sér mikilvægum málum fyrir þjóðina alla árum og áratugum saman. Dæmin blasa við:

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson