Eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ingólf B. Jónsson: „Viðsemjandi með sjálfsvirðingu hlýtur að styðja að brot á þeim samningum sem hann gerir sjálfur séu tekin alvarlega.“
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir

Í dag starfrækir Efling – stéttarfélag tíu manna deild, kjaramálasvið, sem sinnir því verkefni að aðstoða félagsmenn vegna réttindabrota sem þeir verða fyrir á vinnumarkaði. Á síðasta ársfjórðungi, eða í júlí, ágúst og september 2020, tók kjaramálasvið við yfir 3.500 símtölum frá félagsmönnum, 1.300 tölvupóstum og tæplega 700 heimsóknum á skrifstofur félagsins.

Kjaramálasvið sinnir einnig fræðslu, vinnustaðaeftirliti og öðrum verkefnum, en meginverkefni þess er að aðstoða félagsmenn við gerð launakrafna. Launakrafa er gerð þegar laun hafa verið vangreidd eða önnur kjarasamningsbundin réttindi ekki virt til fulls. Algeng brot eru til dæmis þegar vaktaálag er ranglega greitt í stað yfirvinnuálags, áunnið orlof er ekki gert upp við starfslok, desemberuppbót er ekki greidd og svo mætti lengi telja.

Á síðasta ársfjórðungi skráði kjaramálasvið yfir 260 ný mál sem varða ýmis réttindabrot. Þar af voru 87 launakröfur að heildarupphæð rúmar

...