Ásdís Magnea Gunnlaugsdóttir fæddist á Sólbakka í Önundarfirði 18. mars 1939. Hún lést hjúkrunarheimilinu á Siglufirði 25. september 2020. Foreldrar Ásdísar voru Gunnlaugur Jónsson, f. 7. maí 1907, d. 25. okt. 1974, og Kristín Magnúsdóttir, f. 1. nóv. 1913, d. 25. sept. 1949. Bróðir hennar er Páll Gunnlaugsson, f. 28. feb. 1936. Frá Sólbakka flutti fjölskyldan til Raufarhafnar og þaðan til Siglufjarðar.

Ásdís gekk í húsmæðraskólann í Löngumýri þegar hún var 15 ára. Árið 1955 hóf hún störf á Hótel Höfn á Siglufirði þar sem hún kynntist Sigurjóni Jóhannssyni skipstjóra, f. 8. sept. 1928, d. 22. des. 2010, þau giftu sig þann 13. júlí 1957. Faðir hans var Jóhann Pétur Jónsson, f. 1. des. 1882, d. 11. okt. 1971. Móðir hans var Herdís Þorsteinsdóttir, f. 30. júní 1893, d. 23. nóv. 1968.

Ásdís og Sigurjón áttu fjögur börn; 1) Kristín, f. 7. feb. 1958, gift Gunnari Smára Helgasyni. Hún á fjögur börn með fyrri manni sínum...