Sviðsljós

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Stór hópur listamanna hefur orðið fyrir miklu tekjufalli eða hreinu tekjuhruni á tímum kórónuveirunnar að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem BHM hefur kynnt.

Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kynntu eftir hádegi í gær tíu stuðningsaðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að ráðist verði í til að bæta stöðu starfandi listamanna og menningartengdra fyrirtækja. Þar á meðal eru svonefndir tekjufallsstyrkir fyrir einyrkja og smærri rekstraraðila. Verja á rúmum 14 milljörðum til slíks stuðnings að því er fram kom.

Algjört tekjuhrun hefur orðið hjá fjölda listamanna

Hundruð listamanna hafa orðið fyrir algjöru tekjuhruni vegna áhrifa kórónuveirukreppunnar og hafa mátt horfa upp á tekjur sínar minnka um 75-100%. Þetta er tæplega fimmtungur þeirra um 1.700...