Miklar deilur hafa verið milli stjórnvalda og lífeyrisþega vegna búsetuskerðinga undanfarin ár. Sú aðferð sem Tryggingastofnun hefur beitt við ákvörðun búsetuhlutfalls var borin undir umboðsmann Alþingis og taldi hann að aðferðin væri ólögleg. Þar að auki komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu í sumar að óheimilt hefði verið að skerða sérstaka framfærsluaðstoð þar sem reglugerð ráðherra hafi skort lagastoð.

Eftir mikla baráttu eldri borgara samþykkti Alþingi í vor lög um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Þau lög veita öldruðum rétt á framfærslustuðningi sem nemur allt að 90% af fjárhæð fulls ellilífeyris. Þessi viðbótarstuðningur er ætlaður þeim sem vegna búsetu sinnar erlendis eiga ekki rétt á fullum ellilífeyri. Þrátt fyrir að veita kærkomna aðstoð þá eru skilyrðin fyrir aðstoðinni ströng. Þar er til að mynda aftur komið á „krónu á móti krónu“-skerðingu.

Ekki var ríkisstjórnin með þessum...

Höfundur: Guðmundur Ingi Kristinsson