Örn Ingólfsson fæddist í Reykjavík 6. september 1936. Hann lést 21. ágúst 2020.

Örn átti tvær dætur, Sigrúnu, f. í Reykjavík 13. apríl 1958, d. 21. september 2000, og Álfheiði, f. 5. júní 1960 í Reykjavík.

Útförin fór fram 13. október 2020.

Í áranna rás hefur stórt skarð verið höggvið í þann góða hóp manna sem voru á bifreiðastöðinni Bæjarleiðum við komu okkar þangað árið 1978. Við fundum strax velvild og að í þann hóp værum við velkomin. Nú kveðjum við enn einn góðan vin, Örn Ingólfsson, eða Össa, eins og hann var alltaf nefndur á stöðinni. Össi var nokkuð sérstakur maður, sem gustaði af í allri framkomu, hreinn og beinn, sagði sína skoðun á mönnum og málefnum umbúðalaust, talaði aldrei á bakið á neinum, heldur beint við viðkomandi ef hann taldi ástæðu til. Hann var tíður gestur á heimili okkar á árum áður og þá var oftar en ekki líf í tuskunum, stundum mikill...