Erlendur Guðlaugur Eysteinsson, fyrrverandi bóndi á Stóru-Giljá, fæddist 10. janúar 1932 á Beinakeldu, Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi 1. október 2020.

Foreldrar hans voru hjónin Guðríður Guðlaugsdóttir, f. 1895, d. 1989, og Eysteinn Erlendsson, f. 1889, d. 1968. Systir Erlendar er Ingibjörg, f. 1927.

Eftirlifandi eiginkona Erlendar er Helga Búadóttir, fv. húsfreyja á Stóru-Giljá, f. 16.5. 1938. Börn þeirra eru: 1) Árdís Guðríður, f. 1958. Börn hennar eru Guðrún Elsa Giljan, Helga og Sólveig Harpa. 2) Ástríður Helga, f. 1959. Börn hennar eru Erla, Erlendur Guðlaugur og Gígja. 3) Eysteinn Búi, f. 1962, kvæntur Bahrotut Takiyah, f. 1974. Börn hans eru Hulda Dóra, Helga Þóra, Haukur Ingi, Brian Eysteinn, Brady Eysteinn, Alfera Eysteinn og Alfero Eysteinn. 4) Sigurður, f. 1966, kvæntur Þóru Sverrisdóttur, f. 1970. Börn þeirra eru Sigurveig, Jóhannes, Sverrir Helgi og Eydís Eva. ...