Jón Gunnlaugur Stefánsson, alltaf kallaður Jonni í Höfðabrekku, fæddist á Arnarstöðum í Núpasveit 16. maí 1925. Hann lést á Dvalarheimilinu Hvammi 8. október 2020.

Foreldrar Jóns voru Stefán Tómasson, f. 1891, d. 1967, og Oktavía Stefanía Ólafsdóttir, f. 1891, d. 1934. Eiginkona Jóns var Ingibjörg Indriðadóttir frá Lindarbrekku, f. 19. apríl 1929, d. 15. maí 1998. Systkini Jóns voru tíu og ein hálfsystir.

Börn Jóns eru: 1) Kristín Erla, f. 1951, maki Garðar Tyrfingsson, f. 1953. Þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn. 2) Margrét, f. 1957, d. 2020. Hún átti einn son og eitt barnabarn. 3) Ari Þór, f. 1969, maki Ragnheiður Helgadóttir, f. 1972. Þau eiga tvö börn.

Jón Gunnlaugur starfaði meðal annars við brúarsmíð, keyrði fyrir KNÞ og vann við vegagerð og landgræðslu. Lengst af var hann bóndi í Höfðabrekku.

Útför Jóns Gunnlaugs fer fram með nánustu aðstandendum frá Garðskirkju 17....