Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: „Við ættum samt að hafa í huga að ábyrgðin er okkar sjálfra.“
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson
Þessa dagana er þjóðin eðlilega upptekin af veirunni sem öllu ræður. Reglulega birtast fyrirmæli eða tilmæli yfirvalda um háttsemi fólks. Þá er frekar ruglingslegt að ætla að átta sig á því hvaða fyrirmælum yfirvöldin telja mönnum skylt að fylgja og hver séu tilmæli sem menn ráða sjálfir hvort þeir fylgi.

Núna síðast var golfvöllum lokað, þó að menn geti stundað golfið með svipuðum tengingum við annað fólk og gildir í gönguferðum. Þá virðist stefna í að Íslandsmótinu í knattspyrnu verði lokið án fleiri kappleikja en þeirra sem þegar hafa farið fram. Þetta gerist þó að ekki sé vitað annað en að knattspyrnuvellirnir séu flestir í ágætu ástandi og unnt sé að leika á þeim án áhorfenda. Til dæmis varð ekki betur séð en landsleikur í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvelli fyrir fáum dögum tækist bara vel. Á ferðinni eru ríkir hagsmunir margra knattspyrnufélaga, sem ýmist eiga von um að komast á milli deilda eða jafnvel til að öðlast...