Kársnesskóli Taka á nýja skólann í notkun haustið 2023, en hann verður byggður úr timbureiningum.
Kársnesskóli Taka á nýja skólann í notkun haustið 2023, en hann verður byggður úr timbureiningum. — Tölvumynd/Batteríið

Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í fyrrakvöld að ráðast í útboð á byggingu nýs Kársnesskóla. Byggingin er ætluð fyrir leikskóla og yngri deildir grunnskóla, þ.e. börn á aldrinum eins til níu ára. Verklok eru áætluð í júlí 2023 og er fyrirhugað að hefja þar kennslu haustið 2023, að sögn Margrétar Friðriksdóttur, forseta bæjarstjórnar og formanns menntaráðs. Hún segir að fjölgað hafi í Kársnesskóla síðustu ár og væntir þess að áfram fjölgi á Kársnesi á næstu árum.

Stórt verkefni

Samkvæmt fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir næsta ár, sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundinum, verður 4,1 milljarði króna varið til byggingar Kársnesskóla á næstu fjórum árum, þar af milljarði á næsta ári. Margrét segir að verkefnið sé stórt fyrir bæjarfélagið og útboðið það stærsta sem Kópavogur hafi ráðist í....