Eftir Hrefnu Kristmannsdóttur: „Ég skora á stjórnvöld að leggja Tryggingastofnun niður og finna einfaldari, skilvirkari og mannúðlegri leið til að sinna verkefnum hennar.“
Hrefna Kristmannsdóttir
Hrefna Kristmannsdóttir
Nýlega birtust fréttir af því að skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi brotalamir í framkvæmd almannatryggingalaga og meðferð stjórnsýslumála hjá Tryggingastofnun ríkisins. Jafnframt kom fram að aðeins um 10% lífeyrisþega hefðu fengið réttar greiðslur. Fyrir þá sem átt hafa í samskiptum við þessa stofnun eru þetta ekki óvænt tíðindi. Sem betur fer hef ég ekki þurft að byggja lífsafkomu mína á afgreiðslu stofnunarinnar, en þó átt óskemmtileg samskipti við hana. Nokkru eftir að ég fór á eftirlaun var mér bent á að samkvæmt þágildandi lögum sætti grunnlífeyrir ekki skerðingu vegna greiðslna frá lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og gæti ég átt þar nokkurn rétt. Ég hafði því samband við Tryggingastofnun og er skemmst frá því að segja að nær ekkert stóðst í afgreiðslum hennar og var ég því fegnust þegar ný lög bundu sjálfkrafa enda á þessi samskipti. Þær fáu krónur sem ég fékk voru alls ekki virði þess vesens og leiðinda sem þær ollu. Svo virtist sem...