Ágúst Ásgeirsson

agas@mbl.is

Toppnum hefur verið náð í annarri bylgju kórónuveirusýkinga í Frakklandi, að sögn heilbrigðisstofnunar landsins, Sante Publique. Hún varar þó við og segir að ekki skuli slakað í bráð á verndaraðgerðum í stríðinu við veiruna.

Með útgöngubanni á almenning og umfangsmikilli lokun fyrirtækja hafa nýsmit dregist saman um 40% undanfarna viku, innlagnir á sjúkrahús skruppu saman um 13% og nýjum sjúklingum á bráðadeildum fækkaði um 9%, að sögn Sante Publique.

Tölfræðin var vatn á myllu verslunareigenda sem sótt hafa hart að fá að hafa búðir sínar opnar fram til jóla þegar umsvifin margfaldast. Velta menn vöngum á stjórnarheimilinu yfir hvað gera skuli við svarta föstudaginn svonefnda sem hefur verið versluninni góð búbót.

„Þótt mælingarnar séu enn háar gefa þær samt til kynna að toppurinn á bylgju tvö sé að baki,“ sagði...