Eftir Sigurð Hannesson: „Það yrði mikið áfall ef tvær stoðir hagkerfisins gæfu eftir á sama tíma, orkusækinn iðnaður og ferðaþjónusta.“
Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson
Það hriktir í stoðum þjóðarbúsins og stefnir í mesta samdrátt í útflutningi í tugi ára. Nauðsynlegt er að hlúa að samkeppnishæfni þeirra atvinnugreina sem geta veitt viðspyrnu enda má hagkerfið ekki við frekari skakkaföllum. Orkusækinn iðnaður hefur verið öflug stoð í efnahag Íslands allt frá því stjórnvöld ákváðu að reisa þá stoð með markvissum hætti fyrir rúmlega hálfri öld. Sú stoð skilaði 240 milljörðum króna inn í hagkerfið á síðasta ári, til raforkukaupa, í launagreiðslur, í opinber gjöld og í kaup á vörum og þjónustu af fyrirtækjum í nærsamfélaginu. Það er því áhyggjuefni að dregið hefur úr samkeppnishæfni orkusækins iðnaðar sem meðal annars birtist í því að sex af níu stórnotendum raforku nýta ekki afkastagetu sína til fulls á þessu ári. Hafa bæði álver og gagnaver dregið úr raforkukaupum. Það yrði mikið áfall ef tvær stoðir hagkerfisins gæfu eftir á sama tíma, orkusækinn iðnaður og ferðaþjónusta. Viljum við að orkusækinn iðnaður dafni...