Eftir Völu Pálsdóttur: „Skólarnir sem voru að hefja nýja önn í vikunni eru í lykilstöðu að fá nemendur inn í skólann til að mynda tengsl næstu fjórar vikurnar“
Fjarkennsla Vegna Covid-19 er þetta staða flestra nemenda nú um stundir.
Fjarkennsla Vegna Covid-19 er þetta staða flestra nemenda nú um stundir.
Ef ég væri nemandi í framhaldsskóla væri myndin sem blasir við kennara í fjarkennslu sú sama og fylgir þessari grein. Dökkur flötur með nafni, ég væri nefnilega ekki í mynd. Kannski heyrir kennarinn mig svara já þegar hann les upp eða ég set í kommentakerfið að ég hafi verið í vandræðum með hljóðið en ég sé mætt. Vissuð þið að ég get skráð mig inn sem Vala í gegnum tölvuna og sem Gunnar í gegnum símann? Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að mæta í tíma eins og í dag.

Kannast eitthvert foreldri við að barn fylgist með tíma uppi í rúmi? Eða er jafnvel að spila tölvuleik á meðan kennarinn fer yfir kynningu? Í kerfinu eru börnin hins vegar skráð mætt og stjórnendur skólanna segja að brottfall sé lítið og að námið gangi vel. En velflestir kennarar sjá varla framan í nemendur eða jafnvel heyra. Að nemendur skili verkefnum og mæti er einn mælikvarði á að skólastarfið gangi vel en skólinn er bara svo miklu meira.

...