Viðtal

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Það er í mörg horn að líta á stóru heimili og þegar blaðamaður nær sambandi við Karl Andreassen, forstjóra Ístaks, er á hann á milli funda. Fyrirtækið stendur nú m.a. í stórræðum á Melunum þar sem Hús íslenskra fræða er nú risið og fyrirtækið vinnur að fullnaðarfrágangi á því. Í framtíðinni verða mestu dýrgripir íslensku þjóðarinnar varðveittir í rammgerðum hvelfingum hússins. Flestum þætti nóg um að hafa yfirsýn yfir framkvæmd af þessu tagi en ekki Karli.

„Við vorum núna í september að hefjast handa við að breikka þjóðveginn um Kjalarnes, þ.e. fyrsta hluta hans. Þá erum við í brúarframkvæmdum og mörgu fleira.“ Um þessar mundir starfa um 320 manns hjá félaginu. Aðstæður í þjóðfélaginu hafa kallað á nokkurn samdrátt en um nýliðin áramót voru starfsmennirnir um 400.

Margt í pípunum

...