Covid-þreytan virðist alltumlykjandi í samfélaginu í dag. Veiran lætur enn á sér kræla þrátt fyrir að við sjáum smitum fækka ört. Það er mikið gleðiefni að sjá tölur smitaðra fara niður en við höfum engu að síður lært af biturri reynslu að fagna ekki of snemma. Í sumar náðum við að lifa nærri eðlilegu lífi en þurftum svo að bakka til baka í það ástand sem við erum nú í með verulegri skerðingu á okkar daglega lífi. Covid-þreytan birtist í spurningum alls almennings en einnig kjörinna fulltrúa um hvort rétt sé að málum staðið. Ég spurði í vikunni á vettvangi þingsins hvers vegna ekki væri tekin ákvörðun um að allir sem koma til landsins færu í tvöfalda skimun. Svar heilbrigðisráðherra var á þá leið að árangur skimana væri ótvíræður en það væri ekki víst að heimild til slíkrar skyldu væri fyrir hendi. Það þykir mér harla sérstakt því það er jú val ferðamanna að koma hingað og þau gætu þá valið að koma ekki hingað vilji þau alls ekki sæta skimun....

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir