Guðný Ósk Einarsdóttir fæddist 20. apríl 1939. Hún lést 27. október 2020.

Útförin fór fram 18. nóvember 2020.

Elsku hjartans mamma mín er látin.

Mikið sakna ég þess að geta ekki spjallað við hana áfram á messenger. Ég bjó erlendis í nokkur ár þar sem það var svo mikils virði að geta hist á spjallinu og áfram eftir heimkomuna vegna covid. Fengum hana út til okkar í heimsókn, var það dýrmætur tími þar sem mikið var skoðað og brallað saman. Okkar sameiginlega áhugamál var að dansa, hlusta á góða tónlist og lesa góðar bækur. Stunduðum línudans í meira en 20 ár og vorum saman í bókaklúbb sem var okkur báðum mikils virði.

Mamma sem var kölluð Dúna var fimmta barn foreldra sinna, fjórir strákar og síðast kom lítil stelpa, óskin eins og nafn hennar ber. Tveir fyrstu drengirnir fengu varla að berja heiminn augum, þeir létust rétt eftir fæðingu. Foreldrar...