Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir aðlögun fram undan á húsnæðismarkaði í miðborginni. Það verði að óbreyttu offramboð á skrifstofuhúsnæði. Hluti lausnarinnar geti því verið að breyta skrifstofum í íbúðir.

Tilefnið er samtal við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í gær.

Til upprifjunar sagði Dagur aukið framboð á auðum atvinnurýmum skapa tækifæri fyrir minni og meðalstór fyrirtæki til að koma sér fyrir í miðborginni. Daginn áður kom fram í Morgunblaðinu að atvinnurými í tugatali standi nú auð í miðborginni.

„Við höfum séð að verð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Því er kannski ekkert óeðlilegt að einhver leiðrétting verði þar á. Hækkandi verð var auðvitað hluti af ástæðunni fyrir því að einstakar verslanir og rekstur var að færast til,“ sagði Dagur um...