Viðtal

Silja Björk Huldudóttir

silja@mbl.is

„Það hefur lengi blundað í mér að skrifa sögu hennar, enda var ég skírð í höfuðið á henni,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, sem nýverið sendi frá sér bók um móðurömmu sína sem nefnist Sjálf í sviðsljósi: Ingibjörg Steinsdóttir leikkona (1903-1965) og sjálfsmyndasafn hennar. Bókin er sú 25. í ritröð Háskólaútgáfunnar sem nefnist Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar.

„Allt frá því að ég var barn hef ég heyrt sögur um ömmu, því hún þótti mjög sérstök kona. Hún hegðaði sér til að mynda ekki samkvæmt viðteknum hugmyndum um það hvernig konur áttu að hegða sér,“ segir Ingibjörg og bætir við að það sé ekkert launungarmál að ævi ömmu hennar hafi verið stormasöm.

„Hún var nútímakona sem hrærðist í skáldskap. Utan sviðs gegndi hún ólíkum hlutverkum, m.a. sem pólitískur aðgerðasinni, bóndi, spákona,

...