Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Þegar blaðamaður hringdi í hjónin Guðrúnu Marteinsdóttur og Kristberg Kristbergsson til að fræðast um velgengni TARAMAR-snyrtivaranna voru þau á fjarfundi með ísraelskum samstarfsaðilum þar sem rædd var markaðssókn inn í Asíu á næsta ári.

Klukkutíma síðar gátum við Guðrún ræðst betur við, en þau hjónin unnu nýverið til gull- og silfurverðlauna á Global Makeup Awards fyrir vörurnar sem þau framleiða. Þar báru þau sigurorð af hundruðum annarra húðvörumerkja. Varan var valin „Best Organic Beauty Brand“ og fékk fyrsta sæti fyrir næturkrem og útlit og hönnun pakkninga og silfurviðurkenningar fyrir augnkrem og hreinsiolíu.

Guðrún er prófessor í fiskifræði við Háskóla Íslands en Kristberg er prófessor í matvælafræði við sama skóla. Vörurnar byggjast á áratuga rannsóknum hjónanna og eru unnar úr þangi og lækningajurtum.

...