Eftir Sigríði Ásthildi Andersen: „Nú er kominn tími til að hrinda í framkvæmd þeirri hugmynd að ríkið afhendi landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkunum til eignar.“
Sigríður Ásthildur Andersen
Sigríður Ásthildur Andersen

Hugmyndin um þátttöku almennings í atvinnulífinu er jafn gömul manninnum. Frumstæður sjálfsþurftarbúskapur þróaðist fljótlega í viðskipti einfaldra vöruskipta sem renndi stoðum undir grundvöll hagsældar, sérhæfinguna. Frá 17. öldinni hefur hlutafélagaformið gert öllum áhugasömum kleift að snúa hjólum atvinnulífsins. Íslendingar eiga yfir 200 ára sögu í þessum efnum og alveg ágæta í mörgu tilliti. Lengst af hefur þó þátttaka almennings í hlutafélögum verið dræm. Við einkavæðingu ýmissa ríkisfyrirtækja undir lok síðustu aldar fjölgaði almennum hluthöfum verulega. Hluthöfum í Kauphöll hefur hins vegar fækkað verulega síðustu ár.

Íslandsbanki á markað

Nú stendur loksins til að færa eignarhald Íslandsbanka frá ríkinu en áform um það og ferlið voru innsigluð í löggjöf á árinu 2012. Fjármálaráðherra hefur gert grein fyrir því að í þessari lotu verði um 25% hlutur í bankanum skráður á hlutabréfamarkað...