Eftir Hannes Lárusson: „... eru nær allar staðhæfingar sem hafðar eru eftir þessum aðilum rangar og í sumum tilfellum beinlínis verið að halda fram algerum fjarstæðum.“
Hannes Lárusson
Hannes Lárusson

Á embætismönnum og forsvarsmönnum stofnana eða félagasamtaka sem nær eingönu eru rekin fyrir opinbert fé hvílir skylda bæði gagnvart landslögum og siðareglum, auk þess sem gengið er út frá því að þessir starfsmenn hafi í frammi almenna mannasiði í samskiptum. Ef opinberir starfsmenn verða uppvís að því að halda fram gegn betri vitund röngum málflutningi sem til þess er fallinn að rýra orðstír eða valda þriðja aðila beinum skaða má með gildum rökum halda því fram að um sé að ræða afglöp í opinberu starfi.

Þau Auður Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Eyþór H. Ólafsson, formaður framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, sem má með réttu kalla opinbera starfsmenn hafa á undanförnum árum tekið höndum saman í valdníðslumáli sem gengur út á það að ná yfirráðum yfir landskika sem er í þinglýstri eigu þriðja aðila og með framgögnu sinni markvisst unnið að niðurlægingu einstakra menningarverðmæta. Gerð hefur verið grein fyrir...