Gunnar A. Þormar tannlæknir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1932. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 3. janúar 2021.

Foreldrar hans voru Andrés G. Þormar, f. 29. janúar 1895, d. 30. desember 1986, aðalgjaldkeri Landssímans, og kona hans, Guðlaug Gunnarsdóttir, f. 15. apríl 1905, d. 15. september 1974. Bróðir Gunnars var Birgir A. Þormar lögfræðingur, f. 15. maí 1939, d. 11. janúar 1996.

Gunnar kvæntist 26. ágúst 1960 Sveinbjörgu Sigurðardóttur, f. 23. mars 1938, d. 27. desember 2013. Foreldrar hennar voru Sigurður Kr. Sveinbjörnsson, f. 13. nóvember 1908, d. 25. janúar 1999, frkv.stj. og kona hans Ingibjörg Ingimundardóttir, f. 16. febrúar 1908, d. 26. nóvember 1989. Þau skildu árið 1968.

Börn þeirra eru Kristín Inga, f. 7. júlí 1962, skrifst.stj. sem var gift Einari H. Reynis, þau skildu. Börn þeirra eru Bryndís Inga, f. 1994, og Jósef Andri, f. 1996....