Sigurgeir Bjarni Guðmannsson fæddist 2. maí 1927. Hann lést 30. desember 2020.

Útförin var í kyrrþey 14.1. 2021.

Kær vinur og samstarfsmaður okkar hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Sigurgeir Guðmannsson, er látinn. Við systurnar höfum starfað saman eða hvor í sínu lagi hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur frá árinu 2003 og kynntumst Sigurgeiri vel.

Sigurgeir kom nær daglega til vinnu í Laugardalinn öll þessi ár þrátt fyrir háan aldur. „Hér sé friður“ sagði hann gjarnan þegar hann mætti á skrifstofuna og var ánægður með okkur þegar við lærðum loksins að svara „og með yður“.

Íslenskukunnátta Sigurgeirs var sérstaklega góð og því var hann oft fenginn til að lesa yfir texta og leiðrétta. Lærðum við mikið af honum í þeirri vinnu. Einnig var hann duglegur við að skrifa minningargreinar og minningarorð um látna félaga enda með eindæmum minnugur og vandvirkur....