Eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur: „Þetta mál stendur okkur öllum nærri, snertir víða sára taug og getur ekki átt sér stað með þessum hætti að breyting sé kynnt án nokkurs samtals.“
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Í byrjun árs voru breytingar gerðar á framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í kjölfar ákvörðunar heilbrigðisráðherra þess efnis. Fréttirnar komu mörgum á óvart. Landspítala hefur nú verið falin framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í brjóstum í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri og heilsugæslunni hefur verið falin framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi. Samhliða því að þetta samfélagslega mikilvæga verkefni flyst nú alfarið yfir til hins opinbera voru gerðar breytingar á framkvæmdinni. Aldursviðmiðum var breytt fyrir skimun brjóstakrabbameins og tíðni skimana fyrir leghálskrabbameini minnkuð. Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er mikilvæg forvörn sem býðst einkennalausum konum og ég held að það sé óhætt að segja að konur og aðstandendur þeirra séu þakklát fyrir hana.

Algengasta krabbamein kvenna

Viðbrögðin bera með sér að fréttirnar veki kvíða og ugg. Eðlilega, vil...