HM 2021

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Íslendingar hefja leik á HM karla í handknattleik í Egyptalandi í kvöld þegar Ísland mætir Portúgal í höfuðborginni Kaíró klukkan 19:15. Þjálfarar og leikmenn Íslands hugsa um einn leik í einu eins og fram hefur komið. Ef við leyfum okkur hins vegar að horfa lengra fram í tímann í mótinu má setja dæmið þannig fram að leikurinn gegn Portúgal sé afar mikilvægur í baráttunni um að komast í 8-liða úrslit mótsins.

Í F-riðlinum ásamt Íslandi og Portúgal leika einnig Alsír og Marokkó. Engin stig fást gefins á HM frekar en annars staðar en miðað við styrkleika liðanna síðustu árin er búist við því að Ísland og Portúgal muni berjast um efsta sætið í riðlinum. Í kvöld eru því í boði tvö mikilvæg stig til að taka með sér í milliriðilinn. Komist íslenska liðið í milliriðil, eins og búist er við, mætir Ísland þremur liðum sem komast áfram úr E-riðli þar...