Prófessorinn „Ég hef alltaf haft áhuga á því hvernig menn hér horfðu til erlendra samfélaga, hvernig litið var á aðrar þjóðir. Þessi rannsókn er hluti af því,“ segir Sverrir um bók sína um væringja og viðamikið tengt verkefni.
Prófessorinn „Ég hef alltaf haft áhuga á því hvernig menn hér horfðu til erlendra samfélaga, hvernig litið var á aðrar þjóðir. Þessi rannsókn er hluti af því,“ segir Sverrir um bók sína um væringja og viðamikið tengt verkefni. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Einar Falur Ingólfsson

efi@mbl.is

Ég hef lengi skoðað Íslendingasögurnar og þar á meðal væringja. Þetta hefur verið áhugamál mitt í næstum þrjátíu ár,“ segir Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað mikið um og kennt ýmis námskeið sem tengjast sögunum og þeim tíma miðalda, og nú hefur virt fjölþjóðlegt forlag fræðibóka, Palgrave MacMillan, gefið út nýja bók Sverris um væringja, The Varangian's: In God's Holy Fire.

Þeir norrænu menn sem fóru á víkingatímanum í ránsferðir í austurveg, allt til Rússlands – í Garðaríki – voru ekki nefndir víkingar í slavneskum heimildum heldur varjagi (væringjar) og rus í grískum, slavneskum og arabískum heimildum. Mest varð vart við víkinga í austurvegi á 9. og 10. öld en eftir það fóru áhrif þeirra að minnka. Norrænir menn mynduðu síðan sérstaka lífvarðasveit

...