Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1968. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík að kvöldi 23. janúar 2021. Útför hennar fór fram 4. febrúar 2021.

Fyrir mistök birtist þessi minningargrein ekki á útfarardegi Sigríðar. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar.

Elsku Sigga mín er farin. Sigga mín, dansdrottningin, rauðvínsþambarinn, skófíkillinn, stuðboltinn, stuðpúðinn, öxlin mín.

Við vorum samferða í lífinu. Fyrst og fremst sem vinkonur en líka sem bekkjarsystur, samstarfskonur, „ská“-svilkonur, nágrannar og saumaklúbbssystur. Kynni okkar hófust í Versló, í þriðja bekk C. Við náðum strax vel saman og urðum óaðskiljanlegar, við Sigga og Þórdís. Á Verslóárunum var margt brallað. Upp í hugann koma „lærdómsferðirnar“ í Þrastarból, útilegurnar sem farnar voru á appelsínugulu Simcunni, útskriftarferðin til Acapulco...