Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég lagði upp með ferðadagbók þegar ég byrjaði að vinna að þessari bók og las mér heilmikið til um Jakobsveginn. Síðan fór ég í pílagrímsgöngu um þann veg af því mér fannst ekki annað hægt, fyrst ég var farin að skrifa dagbók þaðan. Þá gerðist mjög margt,“ segir Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld, en hún sendi í vikunni frá sér elleftu ljóðabók sína sem ber titilinn Draumasafnarar.

„Ég var í þrjá mánuði á flakki og bjó þar af í tæpan mánuð í Santiago de Compostela á pílagrímahosteli. Ég endaði dvölina þar á því að ganga hluta Jakobsvegarins og fékk mitt pílagrímaskírteini. Þaðan fór ég svo til Svíþjóðar til að vinna við skriftir,“ segir Margrét Lóa sem tók sér launalaust leyfi frá kennarastarfi til að sinna skáldskap.

„Skáldskapurinn þarf sinn tíma, og við þurfum líka sem manneskjur tíma til að vinda ofan af okkur. Ég lagði upp með ferðadagbók, sem varð á

...