Jónína fæddist í Vestmannaeyjum 19. júní 1948. Hún lést á heimili sínu þann 30. janúar 2021.

Foreldrar hennar voru: Ármann Óskar Guðmundsson, f. 28.5. 1913, d. 3.7. 2002, og Unnur Guðlaug Eyjólfsdóttir, f. 4.1. 1913, d. 10.5. 2002. Hún giftist Guðmundi Gunnari Guðmundssyni 17. janúar 1970 og eignaðist með honum þrjú börn.

1) Ármann Óskar Guðmundsson, f. 12.9. 1969, kona hans Ragnheiður Sölvadóttir, þau eiga þrjú börn, Kristján Helga, fæddan 1993, Emblu Líf, fædda 2004, Guðmund Sölva, fæddan 2009.

2) Guðmundur Ársæll Guðmundsson, f. 22.8. 1973, kona hans Heiðrún Baldursdóttir, hann á þrjú börn, Viktoríu Rós, fædda 1991, Söru Björk og Aron Örn, fædd 1993, einnig á hann fimm barnabörn.

3) Helena Guðmundsdóttir, f. 22.11. 1974, eiginmaður hennar Ólafur Erlendsson, hún á þrjú börn, Karolínu, fædda 1995, Þórunni Jónu, fædda 2001, og Maríus, fæddan 2005, einnig á hún tvö barnabörn. ...