Signý Ósk Ólafsdóttir fæddist á Þorláksstöðum í Kjós 16. apríl 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Karen Ólafía Sigurðardóttir frá Kotströnd í Ölfusi, f. 10.3. 1904, d. 21.12. 2003, og Ólafur Ólafsson frá Flekkudal, f. 10.3. 1904, d. 13.3. 1956. Systkini Signýjar eru Einar, f. 2.12. 1931, Ólafur, f. 21.4. 1933, Siggeir, f. 14.6. 1945, d. 17.8. 2005, og Sigríður, f. 11.7. 1951.

Signý ólst upp á Þorláksstöðum í Kjós þar til faðir hennar lést 1956 og fluttist þá fjölskyldan í Kópavog. Hún hóf vinnu við umönnunarstörf á Landakoti. Síðar lá leiðin til Grindavíkur að vinna í fiskvinnslu. Þar kynntist hún Elísi Jóni Sæmundssyni frá Melstað. Þau giftu sig 1961, hófu búskap í Grindavík og eignuðust fjögur börn. Signý og Elís slitu samvistum árið 1976 og flutti hún þá í Kópavog. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Ragnar, f. 15.10. 1961. Maki Hrafnhildur Bjarnadóttir og eiga þau fimm börn og sjö...