Danmörk

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur ekki átt fast sæti í liði danska úrvalsdeildarfélagsins Bröndby á leiktíðinni.

Varnarmaðurinn, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við danska félagið frá PSV í Hollandi sumarið 2016 og er því á sínu fimmta tímabili í Danmörku.

Hjörtur hefur komið við sögu í tólf af sautján leikjum Bröndby á tímabilinu en aðeins byrjað sex þeirra, þá hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins, en samningur hans við danska félagið rennur út í sumar.

„Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan hjá mér persónulega,“ sagði Hjörtur í samtali við Morgunblaðið.

„Liðinu hefur gengið gríðarlega vel og eins og gefur að skilja þá er samkeppnin mjög hörð hjá klúbbi eins og Bröndby. Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segja að ég hefði verið til...