Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Dreifbýlisverslanir eiga mjög erfitt uppdráttar í litlum byggðarlögum víðsvegar um landið en þær gegna viðamiklu hlutverki í að viðhalda byggð. Meðal aðgerða sem nauðsynlegar eru til að efla rekstur dreifbýlisverslana og snúa vörn í sókn er að koma á samstarfi dreifbýlisverslana við verslunarkeðjur til að lækka vöruverð. Einnig þyrfti að koma á fót opinberum fjárstuðningi með styrkveitingum í samræmi við veltu og að þær geti fengið niðurgreiddan hluta flutningskostnaðar. Þá mætti heimila dreifbýlisverslunum að hafa milligöngu um sölu og afhendingu á áfengi í gegnum net- og póstverslun og Samkeppniseftirlitið þarf að fylgja eftir rannsókn á mismunandi viðskiptakjörum birgja til verslana eftir stærð þeirra.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsóknaskýrslu Emils B. Karlssonar, fyrrverandi forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar, um vanda verslana í litlum...