Gunnhildur Sif Oddsdóttir

gunnhildursif@mbl.is

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er yngsti nemandinn í sögu Háskólans á Bifröst til að ljúka grunnnámi frá skólanum en Þórhildur er ekki nema 20 ára gömul, fædd árið 2000.

Þar að auki hlaut Þórhildur við útskriftina verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í félagsvísinda- og lagadeild en Þórhildur útskrifaðist úr BA-námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. 76 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Bifröst á laugardaginn var, 20. febrúar.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Þórhildur það aldrei hafa verið markmiðið að klára á svona stuttum tíma. Það hefði bara viljað svo til. „Ég var ári á undan í grunnskóla þannig að ég sleppti níunda bekk, fór bara beint úr áttunda bekk í tíunda bekk og svo útskrifaðist ég úr menntaskóla á tveimur og hálfu ári,“ sagði Þórhildur og bætti við: „Að klára menntaskólann á svona stuttum tíma var...