Pétur Júlíus Blöndal fæddist 16. nóvember. Hann lést 19. janúar 2021. Útför Péturs fór fram 2. febrúar 2021.

Það er komið að ferðalokum hjá elsku afa Pétri. Fyrst og fremst er það þakklæti sem kemur upp í hugann þegar maður lítur yfir árin 95 sem Pétur dvaldi á jörðinni. Ekki bara þakklæti fyrir að hann hafi veitt okkur tilveruréttinn, afkomendum hans. Heldur þakklæti fyrir mann sem lifði lífi sínu samkvæmt lífsreglum sem hann sjálfur setti sér og skráði á blað varla orðinn 10 ára, án þess að skrika nokkurn tímann fótur á þeirri vegferð. Þakklæti fyrir mann sem setti velferð og öryggi fjölskyldu sinnar, samstarfsfólks og starfsmanna ávallt í fyrsta sæti. Það þótti ekki sjálfsagt mál um það það leyti sem afi okkar fæðist, 1925, að koma öllum sínum afkomendum á legg. Veit ég að afi var einkar stoltur af sínum afkomendum og þeirra glæsilegu afrekum í leik og starfi.

Afi var farsæll...