Karítas Ríkharðsdóttir

karitas@mbl.is

„Við erum bara að vonast til að geta haldið Þjóðhátíð í ágúst,“ svarar Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, spurður út í hver staðan sé á skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum fyrir sumarið 2021.

Hann segir skipulag Þjóðhátíðar 2021 fara fram með ákveðnum fyrirvörum. „Við vorum búin að teikna upp margar mismunandi sviðsmyndir í fyrra og búum að því [...] en að skipuleggja eitthvað sem þú veist ekkert um – það getur verið erfitt,“ segir Hörður.

Hann segir skipulag hafið en það sé svipað á milli ára. „Skipulagið er til, það er búið að halda Þjóðhátíð í svo mörg skipti og við erum því ekki að finna upp hjólið á hverju ári.“

Höfundur þjóðhátíðarlags fundinn

Hörður Orri segir að þegar hafi verið samið við höfund um að semja þjóðhátíðarlag. Þjóðhátíð í Eyjum var ekki haldin í fyrra...