Eftir Hauk Svavarsson: „Þetta er til dæmis mjög áberandi í fréttalestri á RÚV. Svo mjög, að mann fer að gruna að um hana hafi verið tekin einhver stefnubreytandi ákvörðun einhvern tíma fyrir ekki svo löngu.“
Haukur Svansson
Haukur Svansson

– Margir fara af landi brott áður en þeir fá...

– Það eru margir sem verða eins og Tom Cruise þegar þau heyra...

Hvort tveggja eru þetta fyrirsagnir valdar af handahófi af vefmiðlum.

Í íslenskri tungu vill svo til að öll fallorð (orð, sem fallbeygjast) hafa málfræðilegt kyn; eru karlkyns-, kvenkyns- eða hvorugkynsorð. Maður er hann og menn eru þeir; kona er hún og konur eru þær; barn er það og börn eru þau. Ég gef mér að um þetta séu menn sammála. Eða hvað? Á allra síðustu árum virðist vera einhver, trúlegast óskipuleg hreyfing, sem vinnur að því að breyta þessu einfalda og rótgróna kerfi. Þetta er til dæmis mjög áberandi í fréttalestri á RÚV. Svo mjög, að mann fer að gruna að um hana hafi verið tekin einhver stefnubreytandi ákvörðun einhvern tíma fyrir ekki svo löngu.

Fyrirsagnadæmin hér að framan sýna í hverju hún er fólgin. Margir, fleirtala af margur, er málfræðilega...