Skipulögð brotastarfsemi hefur verið að færast í aukana hér á landi á síðustu árum. Við því þarf að bregðast. Að mati lögreglunnar eru nú starfandi 15 hópar í landinu sem má flokka sem skipulagða brotahópa. Margir þeirra stunda löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Löglega starfsemin er þá nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir eru af ýmsu þjóðerni og starfa flestir bæði innanlands og utan.

Á allra síðustu árum hefur verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Miklar framfarir hafa einnig orðið á lagaumgjörð og framkvæmd í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti, sem er órjúfanlegur hluti hvers kyns glæpastarfsemi. Síðastliðið haust fól ég ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglu í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Nauðsynlegt er að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir