Má ekki ræða hvað sem er? Nei, það má ekki.

Svarið við þessari spurningu er óþægilegt þar sem við teljum okkur búa í landi þar sem lýðræði ríkir, mál- og skoðanafrelsi. En ef þú hefur ekki sömu skoðun eða talar með sama hætti og umræðustjórarnir þá er vegið að þér með ásökunum um annarlegar skoðanir. Umræðustjórarnir velja hvað er rætt og stýra umræðunni, því er hætta á að almenningur heyri bara það sem umræðustjóranum finnst „rétt“ en ekki öll sjónarmið og geti þannig lagt sjálfstætt mat á efnið.

Í skýrslu ríkislögreglustjóra, „Skipulögð brotastarfsemi á Íslandi, áhættumatsskýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra“ frá maí 2019 segir m.a.: „Rannsóknir lögreglu leiða í ljós skipulagða misnotkun tiltekinna erlendra afbrotamanna og -hópa á opinberum þjónustukerfum á Íslandi. Líklegt er að í einhverjum tilvikum njóti hópar þessir aðstoðar íslenskra ríkisborgara og/eða erlendra manna sem búsettir eru á Íslandi. Þær upplýsingar

...

Höfundur: Gunnar Bragi Sveinsson