Sjómannaskólinn Listaverkið er á lóðinni og hefur látið verulega á sjá.
Sjómannaskólinn Listaverkið er á lóðinni og hefur látið verulega á sjá. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að til standi að lagfæra listaverkið Saltfiskstöflun eftir Sigurjón Ólafsson, sem stendur við Sjómannaskólann, í samhengi við framkvæmdir á svæðinu.

Fram hefur komið að listaverkið hefur látið verulega á sjá. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í seinustu viku skoraði Birgitta Spur, handhafi höfundar- og sæmdarréttar listaverka Sigurjóns Ólafssonar, á stjórnvöld að bjarga þessu sögulega og mikilvæga listaverki. Hefur hún lýst áhyggjum sínum við borgaryfirvöld vegna þeirra skemmda sem lágmyndin gæti orðið fyrir vegna þeirra viðamiklu framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á svæðinu.

Ólöf segir spurð um þetta að listasafnið sem sér um listaverk í eigu Reykjavíkurborgar muni sinna verkinu áfram samkvæmt þeim áætlunum sem koma fram í grein Birgittu.

„Verkið fer vel á þeim stað þar sem það stendur og er mikilvægur minnisvarði um sögu svæðisins...