
Guðrún Hálfdánardóttir
Oddur Þórðarson
Alls greindust ellefu með kórónuveirusmit innanlands á þriðjudag. Sex þeirra sem greindust innanlands voru utan sóttkvíar. Fimm af þeim smitum greindust í Mýrdalshreppi. Hópsmitið er talið mega rekja til ferðalangs, sem búsettur er á Íslandi. Viðkomandi er með mótefni fyrir veirunni og þarf því ekki að sæta sóttkví.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við blaðamann að smittölurnar séu til marks um að enn sé smit í samfélaginu. „Við höfum ekki náð að koma í veg fyrir það. Meðan svo er þá geta hópsmit blossað upp og því er hætta ef við förum að slaka of mikið á og leyfa stærri hópamyndanir,“ segir Þórólfur.