— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Vegna mikillar gasmengunar á svæðinu við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga var svæðið rýmt í gærkvöldi. Hættuleg mengunargildi mældust á svæðinu. Þriðja gossprungan opnaðist á miðnætti í fyrrinótt og segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, að málið verði sífellt flóknara. Tilkoma nýju sprungnanna hefur væntanlega dregið úr kvikuflæðinu í syðsta og elsta eldvarpinu í Geldingadölum. 6