Ljósmyndari Jóna við mynd af nunnu í heitum rökræðum. Hún málaði vegginn í sama lit og serkir nunnanna voru.
Ljósmyndari Jóna við mynd af nunnu í heitum rökræðum. Hún málaði vegginn í sama lit og serkir nunnanna voru. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Með þessari sýningu langar mig til að vekja athygli á mætti kvenna og menntun,“ segir Jóna Þorvaldsdóttir ljósmyndari en sýning hennar, Rökræður , stendur nú yfir í Ramskram gallerí við Njálsgötu í Reykjavík. Þar sýnir Jóna ljósmyndir sem hún tók af nunnum í Himalajafjöllunum árið 2012 þar sem þær rökræddu búddíska heimspeki af miklum hita.

„Þetta er aldagömul aðferð til að þjálfa hugann og læra að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Þessar rökræður snúast meira um félagslega iðkun en trúarbrögð, markmiðið er að beina málefnum í ákveðinn farveg til að dýpka skilning þeirra á kenningum í búddískri heimspeki,“ segir Jóna og bætir við að allar nunnurnar sem hún myndaði hafi flúið frá Tíbet til Indlands í von um tækifæri til að mennta sig.

„Þessar stúlkur komu mjög fátækar frá Tíbet og margar þeirra kunnu ekki að lesa eða skrifa. Þær flúðu líka til að öðlast sjálfstæði, því þó búddismi sé...