Norðurland Frá undirritun samningsins, sem fór fram með fjarfundabúnaði.
Norðurland Frá undirritun samningsins, sem fór fram með fjarfundabúnaði.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað samning við sveitarfélög og atvinnuþróunarfélög um stofnun áfangastaðastofu á Norðurlandi.

Með undirritun samningsins eru orðnar til áfangastaðastofur í öllum landshlutum að undanskildu höfuðborgarsvæðinu en stofnun slíkrar stofu þar er í undirbúningi. Þar með er leidd til lykta vinna við uppbyggingu stoðkerfis ferðaþjónustu á landsbyggðinni, segir í fréttatilkynningu frá ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar.