Bingó Jónsi mætir í kvöld og tekur lagið fyrir þátttakendur.
Bingó Jónsi mætir í kvöld og tekur lagið fyrir þátttakendur. — Morgunblaðið/Eggert

Fjölskyldubingó mbl.is verður á sínum stað á fimmtudagskvöldið þar sem þau Siggi Gunnars og Eva Ruza sjá til þess að færa fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu.

Í síðustu viku mætti Páll Óskar Hjálmtýsson og tók lagið fyrir þátttakendur fjölskyldubingósins en þá var haldinn sérstakur páskaþáttur.

Í kvöld mætir söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi, í bingósettið og heldur uppi stuðinu fyrir þátttakendur.

Ásamt þeim Sigga og Evu verður furðu-DJ-inn í setti, tóm gleði og fullt af stórglæsilegum vinningum.

Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að fara inn á heimasíðu bingósins á www.mbl.is/​bingo.

Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á bingo@mbl.is.