Fyrir nokkrum árum voru lagðar fram á Alþingi tillögur að stofnun embættis umboðsmanns aldraðra. Þær tillögur náðu því miður ekki fram að ganga en ég tel mikilvægt að við rifjum þær tillögur upp og skoðum hvort tilefni sé til að setja slíkt embætti á laggirnar.

Samfélagið hefur tekið örum breytingum á undanförnum áratugum. Samskipti borgara við þjónustuaðila og stofnanir hins opinbera fara sífellt meira fram í gegnum internetið og stöðugt minna með samtali augliti til auglitis. Símsvörun er að sama skapi að dragast það mikið saman á hinum ýmsu þjónustustofnunum að biðtími á línunni lengist oft úr hófi. Þá þekkist einnig að svör sem fást þegar hringt er í opinberar stofnanir séu á þá leið að svör megi finna á heimasíðum og innri kerfum. Þar þurfi að sækja um og haka við.

Á dögunum átti ég samtal við virðulega frú á efri árum. Hún er nýlega orðin ekkja og greindi mér frá erfiðleikum sínum við að koma reglu á líf...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir