Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Aðeins níu bændur voru tilbúnir að selja mjólkurkvóta á nýloknum tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark í mjólk en 188 vildu bæta við sig kvóta. Eftirspurn var eftir samtals rúmlega níu milljónum lítra. Framboðið réð og skiptu aðeins 664 þúsund lítrar um hendur og því kom lítið í hlut hvers kaupanda.

Tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk var settur á fót til þess að skapa grundvöll fyrir bændur til að selja eða kaupa framleiðslurétt. Engin viðskipti mega fara fram utan markaðarins. Landbúnaðarráðherra hefur sett hámarksverð, þrefalt afurðastöðvaverð á mjólkurlítra, 294 kr. Er það verðið sem flestir miða við í tilboðum sínum, jafnt áhugasamir kaupendur sem seljendur. Reglan um að þrefalt verð mjólkurlítrans til bænda verði hámarkið gildir út árið 2023.

Vilja halda áfram að framleiða

Margrét Gísladóttir,...