Ágúst Ingi Jónsson

ailj@mbl.is

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á hegðun humars sýna greinilega dægursveiflu tengda við sólargang, hegðun eftir dýpi og takmarkað far einstaklinganna. Allt eru þetta nýjar upplýsingar sem varpa ljósi á margt sem grunur lék á en hefur ekki verið rannsakað eða kynnt áður á sambærilegan hátt, segir m.a. í skýrslu um verkefnið, sem unnið var af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar undir verkefnisstjórn Jónasar P. Jónassonar fiskifræðings.

Atferli leturhumars var kannað haustið 2020 á tveimur svæðum í Jökuldjúpi, á 115 metra og 195 metra dýpi. Á hvorri slóðinni voru merktir 16 humrar með smáum hljóðmerkjum, límdum á bakskjöld dýranna. Á hvoru svæði var sett niður net níu hlustunardufla með 100 metra bili, auk straumsjár. Humrarnir voru merktir í lok ágúst og duflin tekin upp í lok nóvember, en fáar beinar athuganir í náttúrulegu umhverfi hafa verið gerðar á atferli...